Í brennidepli

26.2.2015 Viðburðir : Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ boðar til aðalfundar fimmtudaginn 26. febrúar 2015, kl. 20.00, í sjálfstæðishúsinu í Njarðvík, Hólagötu 15.

Dagskrá fundarins:

1)      Venjuleg aðalfundarstörf

2)      Önnur mál

Gestur fundarins verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Fulltrúaráðsfulltrúar eru hvattir til að mæta.

Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda póst á netfangið xd@xd.is

Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ

26.2.2015 Viðburðir : Happy Hour LS

Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir „Happy Hour“ á VOX Lounge (Nordica hótel) að Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 26.febrúar frá kl. 17 til 19.

Hamingjustundin er fastur liður í vetur hjá LS og fram á vor.

Fjölmennum og njótum þess að hitta aðrar sjálfstæðar og skemmtilegar konur.

Allar konur hjartanlega velkomnar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna

25.2.2015 Viðburðir : Opinn fundur með borgar- og varaborgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins

Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík boðar til opins fundar með borgar- og varaborgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins miðvikudagskvöldið 25. febrúar næstkomandi.

Fundurinn fer fram í Valhöll og hefst klukkan 20:00.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun flytja stutta framsögu á fundinum en að henni lokinni munu borgar– og varaborgarfulltrúar flokksins sitja fyrir svörum.

Allir velkomnir og heitt kaffi á könnunni.

Með kveðju,

stjórn Varðar.

Sjá meira


Viðburðir framundan

Laugardagsfundur í Kópavogi 28.2.2015 10:00 Sjálfstæðishúsinu, Hlíðarsmári 19, Kópavogur

Framsögumaður á þessum fundi er Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
 

Frelsi og fríverslun 28.2.2015 10:30 Valhöll

Hjörtur J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðingur verður gestur laugardagsfundar Óðins næstkomandi laugardag 28. febrúar.

Yfirskrift fundarins er frelsi og fríverslun. Hjörtur mun í erindi sínu fjalla um mikilvægi fríverslunar fyrir Ísland bæði með tilliti til efnahagsmála og stjórnmála, stöðu landsins í þeim efnum í dag og hvað framtíðin kunni að bera í skauti sínu

Fundurinn hefst sem áður í Valhöll kl 10:30.

Allir velkomnir.

Fyrir hönd stjórnar Óðins

Eiríkur Ingvarsson formaður.

 

Opinn fundur um ESB 4.3.2015 20:00 - 21:30 Valhöll

Opinn fundur á vegum Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagsins Óðins verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðvikudaginn 4. mars kl. 20.00.

Gestur fundarins verður Vilhjálmur Egilsson og mun hann m.a. fjalla um ESB.

Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Fundurinn hefst kl. 20.00 og líkur 21.30

F.h. Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins

Jón Ragnar Ríkharðsson
formaður

 

Aðalfundur 6.3.2015 18:00 Valhöll

Stjórn hverfafélags sjálfstæðismanna í Háaleiti boðar til aðalfundar 6. Mars 2015 kl 18:00 í Valhöll.

Dagskrá aðalfundar:

1.   Skýrsla stjórnar
2.   Reiknisskil
3.   Kjör stjórnar og endurskoðenda
4.   Kjör í Fulltrúaráðið
5.   Önnur mál

Kv. Stjórn Hverfafélagsins í Háaleiti

 

Fleiri viðburðir


Sjálfstæðisflokkurinn í tölum

Þingmenn

í Alþingiskosningunum 2013 mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,7% fylgi á landsvísu og fékk 19 þingmenn inn á þing. Sjálfstæðisflokkurinn myndar nú ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.

Skoða þingflokk

121

Sveitarstjórnar fulltrúi

Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu og hlaut um 40% fylgi á meðalfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í rúmlega þriðjungi þeirra sveitarfélaga sem hann bauð sig fram í.


Við erum á Facebook

Líkaðu við okkur & fáðu nýjustu fréttir af starfi flokksins.

Instagram

 

Nýtt á Twitter