Í brennidepli

12.2.2016 Viðburðir : Þorrablót Varðar - 90 ára afmæli

Í tilefni af 90 ára afmæli Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður blásið til þorrablóts í Valhöll föstudaginn 12. febrúar næstkomandi.

Veislustjóri er Kristín Edwald, formaður Varðar.

Heiðursgestur er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaformaður Heimdallar fer með minni karla og Albert Guðmundsson formaður Heimdallar með minni kvenna.

Við hvetjum sjálfstæðismenn til að mæta hressa og káta og fagna saman þessum merka áfanga og njóta tónlistar og skemmtunar ásamt þjóðlegs þorramatar í bland við nýrri matarhefðir.

Miðinn á þorrablótið kostar 6.900 þúsund krónur.

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20.

Miðasala hefst mánudaginn 1. febrúar næstkomandi og fer hún fram á skrifstofu Valhallar, frá kl. 9 -17 alla virka daga. Æskilegt er að skráningu sé lokið fyrir klukkan 17 fimmtudaginn 11. febrúar.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og við hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur.

Stjórn Varðar.

3.2.2016 Viðburðir : Hádegisfundur SES

Eldri sjálfstæðismenn hittast á miðvikudaginn, 3. febrúar, kl. 12:00, í stóra salnum í Valhöll.

Húsið verður opnað kl. 11:30.

Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 750 krónur.

Gestur fundarins: Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.

Allir velkomnir.

Með kveðju,

Stjórnin.

1.2.2016 Fréttir : Ragnhildur Helgadóttir látin

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir lög­fræðing­ur, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, þingforseti og ráðherra, lést síðastliðinn föstu­dag, 29. janú­ar eft­ir stutta legu á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi. Ragnhildur var 85 ára að aldri.

Sjá meira


Viðburðir framundan

Aðalfundarboð 8.2.2016 20:00 Kaupangi Akureyri

Ágæti sjálfstæðismaður

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 8. febrúar 2016 kl. 20:00.

Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Auk þess mun Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, ávarpa fundinn.

Viljum við hvetja þig, ágæti sjálfstæðismaður, til að mæta á fundinn og sýna starfi félagsins áhuga. Framboð til formennsku og stjórnar skulu berast til fráfarandi formanns félagsins á netfangið jonorri@simnet.is.

Stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar

 

Hádegisfundur FES 9.2.2016 12:00 Kaffi Duus, Duusgötu 10 í Reykjanesbæ

Við minnum á að fundur Félags eldri sjálfstæðismenn á Suðurnesjum FES verður haldinn á Veitingahúsinu Kaffi Duus, Duusgötu 10 í Reykjanesbæ, þriðjudaginn

9. febrúar 2016 kl. 12:00.

Húsið verður opnað kl. 11:45. Boðið verður upp á súpu og kaffi gegn vægu gjaldi, 1.000 krónur.

Gestur fundarins: Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra

Með kveðju, stjórnin.  

 

Samræðufundur um stjórnarskrá lýðveldisins 9.2.2016 17:15 Valhöll

Þriðjudaginn 9. febrúar kl 17:15 mun Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn efna til samræðufundar um stjórnarskrá lýðveldisins í Valhöll.

Sigríður Ásthildur Andersen mun svara spurningum um tilgang og markmið stjórnarkrárinnar.

Allir velkomnir

Jón Ragnar Ríkharðsson formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Eiríkur Ingvarsson formaður Málfundafélagsins Óðins

 

Opinn fundur með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 9.2.2016 18:30 - 20:00 Hótel Flúðir

Sjálfstæðisfélagið Huginn

Boðað er til opins fundar með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Hótel Flúðum þriðjudaginn 9. febrúar 2016 kl. 18.30 - 20.00

Allir velkomnir

Stjórnin

 

Fleiri viðburðir


Sjálfstæðisflokkurinn í tölum

Þingmenn

í Alþingiskosningunum 2013 mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,7% fylgi á landsvísu og fékk 19 þingmenn inn á þing. Sjálfstæðisflokkurinn myndar nú ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.

Skoða þingflokk

121

Sveitarstjórnar fulltrúi

Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu og hlaut um 40% fylgi á meðalfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í rúmlega þriðjungi þeirra sveitarfélaga sem hann bauð sig fram í.


Við erum á Facebook

Líkaðu við okkur & fáðu nýjustu fréttir af starfi flokksins.

Instagram

 

Nýtt á Twitter