Í brennidepli

25.8.2016 Viðburðir : Takið daginn frá ! Golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna

Ágætu sjálfstæðiskonur,

Hið vinsæla golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna verður haldið fimmtudaginn 25. ágúst næstkomandi á Hamarsvelli í Borgarnesi og nú er lag að taka daginn frá.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 13.00 á Hamarsvelli í Borgarnesi. Við mótslok verður verðlaunaafhending og léttur kvöldverður snæddur á Hótel Hamri. Gríðarleg þátttaka hefur verið í golfmóti LS undanfarin tvö ár og færri komist að en vildu.
Rútuferð verður frá Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 11.00 á fimmtudagsmorgun og áætlað er að þátttakendur verði mættir kl. 12.00 á mótsstað en móttaka hefst kl. 12.00.

Meira um skráningu og gjöld þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Golfnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna

18.7.2016 Fréttir : Heilbrigðismálin í forgang

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið um helgina að flokkurinn muni forgangsraða stefnumálum sínum á næsta kjörtímabili. Þá verði stóraukin áhersla lögð á bætta samfélagsþjónustu, minni greiðsluþátttöku sjúklinga, eflingu Landspítalans og bætta heilbrigðisþjónustu með stórauknum fjárframlögum.

Áslaug Arna

13.7.2016 Viðburðir : Félagsfundur með frambjóðendum - Áslaug Arna

Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi stendur fyrir prófkjörskynningu fyrir félagsmenn.

Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í komandi prófkjöri flokksins í Reykjavík kemur í sumarspjall til okkar.

Allir velkomnir.

Sjá meira


Viðburðir framundan

Takið daginn frá ! Golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna 25.8.2016 11:00 Hamarsvöllur, Borgarnesi

Ágætu sjálfstæðiskonur,

Hið vinsæla golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna verður haldið fimmtudaginn 25. ágúst næstkomandi á Hamarsvelli í Borgarnesi og nú er lag að taka daginn frá.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 13.00 á Hamarsvelli í Borgarnesi. Við mótslok verður verðlaunaafhending og léttur kvöldverður snæddur á Hótel Hamri. Gríðarleg þátttaka hefur verið í golfmóti LS undanfarin tvö ár og færri komist að en vildu.
Rútuferð verður frá Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 11.00 á fimmtudagsmorgun og áætlað er að þátttakendur verði mættir kl. 12.00 á mótsstað en móttaka hefst kl. 12.00.

Meira um skráningu og gjöld þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Golfnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna

 

Fleiri viðburðir


Sjálfstæðisflokkurinn í tölum

Þingmenn

í Alþingiskosningunum 2013 mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,7% fylgi á landsvísu og fékk 19 þingmenn inn á þing. Sjálfstæðisflokkurinn myndar nú ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.

Skoða þingflokk

121

Sveitarstjórnar fulltrúi

Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu og hlaut um 40% fylgi á meðalfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í rúmlega þriðjungi þeirra sveitarfélaga sem hann bauð sig fram í.


Við erum á Facebook

Líkaðu við okkur & fáðu nýjustu fréttir af starfi flokksins.

Instagram

 

Nýtt á Twitter