Í brennidepli

25.8.2016 Viðburðir : Takið daginn frá ! Golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna

Ágætu sjálfstæðiskonur,

Hið vinsæla golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna verður haldið fimmtudaginn 25. ágúst næstkomandi á Hamarsvelli í Borgarnesi og nú er lag að taka daginn frá.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 13.00 á Hamarsvelli í Borgarnesi. Við mótslok verður verðlaunaafhending og léttur kvöldverður snæddur á Hótel Hamri. Gríðarleg þátttaka hefur verið í golfmóti LS undanfarin tvö ár og færri komist að en vildu.
Rútuferð verður frá Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 11.00 á fimmtudagsmorgun og áætlað er að þátttakendur verði mættir kl. 12.00 á mótsstað en móttaka hefst kl. 12.00.

Meira um skráningu og gjöld þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Golfnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna

kjornefnd

1.7.2016 Fréttir : Auglýst er eftir framboðum til kjörnefndar Varðar

Reykjavík, 1. júlí 2016.

 

Auglýst er eftir framboðum til kjörnefndar Varðar - fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

 

Samkvæmt ákvörðun yfirkjörstjórnar Varðar - fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Varðar - Fulltrúaráðsins.

 

Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 8. júlí næstkomandi kl. 16:00.

 

Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir Vörð - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnir skriflegri kosningu af Fulltrúaráðinu. Samkvæmt 11. gr. reglugerðarinnar telst framboð gilt ef það berst yfirkjörstjórn fyrir lok framboðsfrests enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi skal gefa skriflega kost á sér til starfans.

 

Tilkynning um framboð,  berist yfirkjörstjórn Varðar - fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut.

 

Vilji frambjóðandi taka þátt í sameiginlegri kynningu skal hann einnig skila inn 200 orða texta um sjálfan sig sem og mynd á tölvutæki formi.

 

Berist fleiri en 8 framboð til yfirkjörstjórnar Varðar - fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík innan tilgreinds framboðsfrests verður boðað til skriflegar kosningar í Valhöll dagana 12. til 13. júlí næstkomandi.

 

 

 

 

bjarni

24.6.2016 Fréttir : Bjarni frummælandi á skulda­bréfaráðstefnu á veg­um Euromo­ney

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var frummælandi á skuldabréfaráðstefnu á vegum Euromoney sem haldin var í Lundúnum síðastliðinn miðvikudag.

Á ráðstefnunni fjallaði Bjarni um þann viðsnúning sem náðst hefur hér á landi á síðustu árum bæði í efnahagsmálum og ríkisfjármálum. Sagði Bjarni neyðarlög­in, upp­skipt­ing bank­anna og það hvernig staðinn var vörður um rík­is­sjóð hafa skipt máli.

Þá benti Bjarni á að ein helsta áskorunin sem Ísland stendur frammi fyrir í tengslum við að viðhalda þessum góða árangri sé staðan á vinnumarkaði og nefndi hann í því samhengi að launahækkanir síðustu ára hafi verið langt umfram aukningu í framleiðni.

Nánar má lesa um erindi Bjarna á mbl.is.

Sjá meira


Viðburðir framundan

Takið daginn frá ! Golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna 25.8.2016 11:00 Hamarsvöllur, Borgarnesi

Ágætu sjálfstæðiskonur,

Hið vinsæla golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna verður haldið fimmtudaginn 25. ágúst næstkomandi á Hamarsvelli í Borgarnesi og nú er lag að taka daginn frá.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 13.00 á Hamarsvelli í Borgarnesi. Við mótslok verður verðlaunaafhending og léttur kvöldverður snæddur á Hótel Hamri. Gríðarleg þátttaka hefur verið í golfmóti LS undanfarin tvö ár og færri komist að en vildu.
Rútuferð verður frá Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 11.00 á fimmtudagsmorgun og áætlað er að þátttakendur verði mættir kl. 12.00 á mótsstað en móttaka hefst kl. 12.00.

Meira um skráningu og gjöld þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Golfnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna

 

Fleiri viðburðir


Sjálfstæðisflokkurinn í tölum

Þingmenn

í Alþingiskosningunum 2013 mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,7% fylgi á landsvísu og fékk 19 þingmenn inn á þing. Sjálfstæðisflokkurinn myndar nú ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.

Skoða þingflokk

121

Sveitarstjórnar fulltrúi

Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu og hlaut um 40% fylgi á meðalfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í rúmlega þriðjungi þeirra sveitarfélaga sem hann bauð sig fram í.


Við erum á Facebook

Líkaðu við okkur & fáðu nýjustu fréttir af starfi flokksins.

Instagram

 

Nýtt á Twitter