Viðburðir framundan

Aðalfundir Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og fulltrúaráðs þeirra 27.1.2015 - 5.2.2015 19:30 Norðurbakki 1, Hafnarfjörður

Aðalfundir verða haldnir í sjálfstæðisfélögunum í Hafnarfirði og fulltrúaráði þeirra í sjálfstæðisheimilinu Norðurbakka 1, Hafnarfirði, sem hér segir:

  • Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, þriðjudaginn 27. janúar 2015, kl. 19:30.
  • Stefnir, f.u.s., miðvikudaginn 28. janúar 2015, kl. 19:30.
  • Sjálfstæðisfélagið Fram, fimmtudaginn 29. janúar 2015, kl. 19:30.
  • Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, fimmtudaginn 5. febrúar 2015, kl. 19:30.

Dagskrá aðalfundanna er:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Önnur mál.

 

Laugardagsfundur Óðins í samstarfi við fulltrúaráðin í Kraganum og Reykjavík 31.1.2015 10:30 Valhöll

Fyrsti laugardagsfundur Óðins þetta árið verður haldinn í samstarfi við fulltrúaráðin í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík.

Gestur fundarins er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.

 

Umræðufundur með Kristjáni Þór Júlíussyni 31.1.2015 11:00 Kaupangi Akureyri

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Kaupangi laugardaginn 31. janúar kl. 11:00. 

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. 

Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis.


Boðið upp á létta morgunhressingu - allir velkomnir.

 

Opinn félagsfundur 4.2.2015 17:30 Austurströnd 3, á 3. hæð

Sjálfstæðisfélag Seltirninga boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 17:30 í sal félagsins að Austurströnd 3, 3. hæð.

Dagskrá:

1. Gestur fundarins, Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari. Bók Jóns Steinars, Í krafti sannfæringar, sem kom út sl. haust hefur vakið verulega athygli. Erindi Jóns Steinars mun fjalla um ýmis áhugaverð efni, til dæmis um starfshætti innanhúss í Hæstarétti og þá „fjölskyldustemmningu“ sem þar ríkir, en Jón Steinar hefur m.a. gagnrýnt að dómarar við réttinn leitist frekar við að ná málamiðlunum við aðra dómara í stað þess að standa á eigin sannfæringu og skila þá séráliti ef svo ber undir.

Það má búast við fjörlegri framsögu og áhugaverðum umræðum í framhaldinu.

2. Önnur mál.

Áritaðar bækur verða til sölu á sérstöku tilboðsverði.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.
Stjórnin.

 

Fleiri viðburðir


Við erum á Facebook

Líkaðu við okkur & fáðu nýjustu fréttir af starfi flokksins.

Instagram

 

Nýtt á Twitter