Viðburðir framundan

Jólagleði Varðar 4.12.2014 17:00 - 19:00 Valhöll

Nú fer óðum að styttast í hátíðirnar og af því tilefni býður Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík til jólagleði fimmtudagskvöldið 4. desember næstkomandi.

Jólagleði Varðar fer fram í Valhöll frá klukkan 17 til 19.

Björn Jóhann Björnsson, rithöfundur og blaðamaður á Morgunblaðinu, mun við þetta tilefni kynna nýjustu bók sína Skagfirskar skemmtisögur 4. Bókaflokkurinn Skagfirskar skemmtisögur hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár en í bókunum eru sagðar skemmtisögur af alskyns karakterum og lífskúnstnerum úr Skagafirði.

Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, flytur jólahugvekju.

Þá mun Jólatríóið Tríóla flytja ljúf jólalög a cappella.

Léttar veitingar í boði.

 

Fleiri viðburðir


Við erum á Facebook

Líkaðu við okkur & fáðu nýjustu fréttir af starfi flokksins.

Instagram

 

Nýtt á Twitter