Landsfundarhófið

Einn af hápunktum landsfundar er án efa landsfundarhófið. Þar hittast sjálfstæðismenn af öllu landinu, lyfta sér upp, gleðjast og eiga frábæra kvöldstund saman. Hófið er fyrir marga ómissandi hluti af fundinum og er alltaf lagt upp úr því að bjóða þar upp á frábæran mat og alvöru skemmtun að hætti sjálfstæðismanna. Í ár verður engin undantekning þar á.

Landsfundarhófið verður haldið í Laugardalshöllinni, laugardagskvöldið 5. nóvember, húsið opnar kl. 19:00. Uppselt er á landsfundarhófið. 

Boðið verður upp á þriggja rétta dýrindis máltíð. Í forrétt verða blandaðir forréttir til að deila á borðum, m.a. andaconfit borgarar, túnfisktartar, sveppalasagne, humartaco og kókosrækjur. Í aðalrétt verður boðið upp á kryddjurtamarinerað lambafillet og á eftir verður borið fram eftirréttatré sem inniheldur tiramisu, karamellubrownie og sítrónukrem og jarðarber. Nánari upplýsingar um matseðilinn má finna hér.

Að loknu borðhaldi og annarri skemmtun mun hljómsveitin Bandmenn halda uppi stuðinu fram yfir miðnætti.