Bein útsending frá flokksráðsfundi 2023

Bein útsending var frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins 2023. Setningarræða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins var send út í beinni útsendingu og ræða Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur varaformanns flokksins. En auk þess var til hliðar við fundinn beint útsending frá því að ræðu formanns lauk og fram yfir fundinn þar sem ýmis mikilvæg málefni voru rædd við valinkunna viðmælendur s.s. sveitarstjórnarmál, heilbrigðismál, efnahagsmál, nýsköpunarmál, útlendingamál og öryggis- og varnarmál.

Hér að neðan má nálgast upptökur af ræðum formanns og varaformanns og hverjum viðtalsþætti fyrir sig:

Setningarræða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi 2023.

Ræða Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi 2023.

Stjórnmál og viðbrögð við ræðu formanns á flokksráðsfundi 2023. Guðný Halldórsdóttir ræðir við Einar K. Guðfinnsson fv. ráðherra og forseta Alþingis, Jón Gunnarsson alþingismann og fv. ráðherra og Diljá Mist Einarsdóttur um stjórnmálin og um setningarræðu formanns.

Orkumál á flokksráðsfundi 2023. Líf Lárusdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Finn Beck framkvæmdastjóra Samorku um orkumálin.

Sveitarstjórnarmál á flokksráðsfundi 2023. Ragnar Sigurðsson formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Fjarðabyggð ræðir við Hildi Björnsdóttur oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn og Heimi Örn Árnason oddvita flokksins á Akureyri um sveitarstjórnarmálin.

Heilbrigðsmál á flokksráðsfundi 2023. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi í Garðabæ ræðir við Hildi Sverrisdóttur alþingismann og Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar Höfða um heilbrigðismál.

Nýsköpunarmál á flokksráðsfundi 2023. Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræðir við þau Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnðar- og nýsköpunarráðherra, dr. Tryggva Þorgeirsson lækni og forstjóra Side Kick Health og Ragnheiði Elínu Árnadóttur fv. ráðherra nýsköpunarmála og framkvæmdastjóra þróunarmiðstöðvar OECD um nýsköpunarmálin.

Efnahagsmál á flokksráðsfundi 2023. Andrea Sigurðardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu ræðir við þau Ásdísi Kristjánsdóttur hagfræðing og bæjarstjóra í Kópavogi og Hörð Ægisson blaðamann um efnahagsmálin.

Útlendingamál á flokksráðsfundi 2023. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi í Garðabæ ræðir við þær Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði um málefni þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og stöðu málaflokksins.

Öryggis- og varnarmál á flokksráðsfundi 2023. Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi ræðir við þau Geir H. Haarde fv. formann Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og sendiherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varaformann Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra og Njál Trausta Friðbertsson alþingismann og formann Íslandsdeildar NATO-þingsins um öryggis- og varnarmál.

Samantekt flokksráðsfundar 2023. Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ræðir við þau Óla Björn Kárason formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Sigríði Á. Andersen fv. ráðherra og alþingismann og Teit Björn Einarsson alþingismann um helstu mál og niðurstöður fundarins.